Sjáðu Jóhannes Berg hringfinta sig í gegnum vörnina
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jóhannes Berg Andrason ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Jóhannes Berg Andrason skoraði þrjú mörk úr sex skotum fyrir TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar en liðið gerði jafntefli, 36-36 í hörkuleik gegn Bjerringbro-Silkeborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Eitt af mörkum Jóhannesar í leiknum var flottara en annað og hefur samfélagsmiðladeild félagsins tekið sig saman og sýnt markið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Þar gerir Jóhannes Berg sér lítið fyrir og tekur hringfintuna svokölluðu og smyr sig í gegnum vörn Bjerringbro-Silkeborg og skorar 22. annað mark Holstebro í leiknum.

Hægt er að sjá fintuna og markið hjá Jóhannesi hér að neðan en TTH Holstebro er í 5.sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig eftir ellefu leiki.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 40
Scroll to Top