Fjölnir (Eyjólfur Garðarsson)
Í gær mættust Fjölnir og Hörður kl. 18:00 í Egilshöll í Grill 66 deild karla.
Þessi leikur sigldi aðeins undir radarnum þar sem HB Statz lá niðri og enga textalýsingu né markaskor að finna á meðan á leik stóð.
En leikurinn reyndist verða hörkuleikur að sögn sjónarvotta. Í hálfleik var staðan 21-19 og urðu lokatölur 39-38. Fjölnir eru þar af leiðandi komnir með 9 stig en Hörður er með 8 stig en eiga einn leik til góða.
Hjá Fjölni var Þorleifur Rafn Aðalsteinsson markahæstur með 10 mörk og Akureyringurinn Heiðmar Örn Björgvinsson skoraði 8 mörk.
Hjá Herði var Endnjis Kusners með 11 mörk og Jose Esteves Lopes Neto með 6 mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.