Daníel Freyr Andrésson (Sævar Jónasson)
10.umferðin í Olís-deild karla hefst í kvöld þegar FH og KA mætast í Kaplakrika. Leikurinn hefst klukkan 19:00. FH er í 6.sæti deildarinnar með níu stig en liðið tapaði gegn Aftureldingu í síðustu umferð. KA er hinsvegar í 3.sæti deildarinnar með 12 stig og geta jafnað Hauka og Aftureldingu að stigum með sigri í kvöld. FH töpuðu gegn Aftureldingu í síðustu umferð 25-23 í Mosfellsbænum en þar var Ómari Darri Sigurgeirsson leikmaður fæddur árið 2008 sprækastur FH-inga í sóknarleiknum og þá vakti innkoma Daníels Freys í markinu verðskuldaða athygli en hann varði sex skot af þeim tíu sem hann fékk á sig og hélt FH-ingum inn í leiknum með frábærum markvörslum. Farið var yfir frammistöðu Daníels Freys og Ómars Darra í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans á mánudagskvöldið. Þar spurði Hörður Magnússon þáttastjórnandi Handboltahallarinnar gestina hvort FH væri með besta markvarðarparið í deildinni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.