Sá leikmaður sem hefur tekið mestu framförum í deildinni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Brynjar Hólm Grétarsson - Oddur Gretarsson - Þór (Egill Bjarni Friðjónsson)

Frammistöðu Brynjars Hólms Grétarssonar leikmanns Þórs hefur vakið verðskuldaða athygli í vetur en hann hefur verið potturinn og pannan bæði í varnar- og sóknarleik nýliða Þórs í Olís-deildinni. 

Þór er í 10.sæti Olís-deildarinnar með sex stig, stigi meira en Selfoss sem eru í 11.sætinu og stigi á eftir Stjörnunni sem eru í 9.sæti. Þór fær topplið Aftureldingar í heimsókn í Höllina á Akureyri í kvöld.

Hörður Magnússon spurði gestina sína í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans á mánudagskvöldið hvort Brynjar Hólm væri sá leikmaður sem hefur tekið mestu framfarir í deildinni?

,,Það er ekki nokkur spurning og þá sérstaklega sóknarlega. Hann er að skora fullt af flottum mörkum,” sagði Ásbjörn Friðriksson sem var gestur í Handboltahöllinni.

Rakel Dögg Bragadóttir tók undir þau orð og segist hafa verið hrifin af spilamennsku Brynjars á tímabilinu.

,,Það er líka ótrúlegt að hann hefur ekki verið þekktur fyrir sinn sóknarleik og verið þekktari fyrir varnarleikinn síðustu ár. Hann er leik eftir leik með frábæra frammistöðu sóknarlega. Í seinni hálfleik skorar hann 3-4 mörk í röð fyrir Þór og er stórpartur af því að liðið náði að minnka mun Hauka.”

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top