Aftureldingu tókst að bjarga stigi fyrir norðan
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hafþór Vignisson - Oddur Gretarsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Þór og Afturelding áttust við í lokaleik 10.umferðar Olís deildar karla á Akureyri í kvöld.

Gengi liðanna hafði verið ólíkt í vetur fyrir leikinn en Afturelding sat í 2.sæti meðan Þór var í 10.sæti deildarinnar.

Fyrri hálfleik verður seint minnst fyrir mikila markaskorun en staðan að honum loknum var 8-10 gestunum úr Mosfellsbænum í vil. Það voru þó mikil gleðitíðindi fyrir Þórsara að sjá að Hafþór Már Vignisson var mættur aftur á parketið eftir meiðsli undanfarnar vikur.

Þórsarar komu grimmir inn í seinni hálfleikinn og voru búnir að jafna metin í 17-17 eftir rúmlega 10 mínútna leik í síðari hálfleik. Þeir höfðu undirtökin allt til loka leiksins og voru alltaf skrefi á undan Aftureldingu í markaskorun.

Þegar um mínúta var eftir af leiknum og Þór að leiða 23-22 fengu Akureyringar vítakast. Oddur Gretarsson lét Einar Baldvin verja frá sér og Afturelding fór upp í sókn til að freista þess að jafna metin.

Það tókst þegar Ihor skoraði úr vítakasti og 30 sekúndur eftir af leiknum. Daniel Birkelund þjálfari Þórs tók leikhlé og setti upp í lokasókn Þórsara sem freistuðu þess að sækja bæði stigin. Skot Hafþórs Más klikkaði og urðu lokatölur því 23-23.

Þórsarar naga sig eflaust í handarbökin að hafa ekki nælt í stiginn 2 í kvöld. Þórður Tandri Ágústsson varmarkahæstur Þórsara í kvöld með 5 mörk en hjá Aftureldingu var Ihor Kopyshynskyi markahæstur með 6 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top