Framarar steinlágu í Sviss
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Framarar fengu skell í Sviss í kvöld (Kristinn Steinn Traustason)

Framarar fóru í heimsókn til HC Kriens Luzern í Sviss í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Ljóst var fyrir leik að á brattan yrði að sækja fyrir Fram en liðið steinlá 40-25 eftir að hafa verið 23-11 undir í hálfleik.

Kjartan Þór Júlíusson var markahæstur í liði Fram með 7 mörk, Rúnar Kárason, Theodór Sigurðsson og Dagur Fannar Möller skoruðu 3 mörk hver, Max Emil Stenlund, Eiður Rafn Valsson, Erlendur Guðmundsson og Ívar Logi Styrmisson skoruðu 2 mörk hver og Viktor Sigurðsson skoraði 1 mark. Arnór Máni Daðason varði 9 bolta í marki Fram eða rétt rúmlega 23% hlutfalls markvörslu.

Framarar hafa nú mætt öllum liðunum í riðlinum einu sinni og eiga því einn leik við hvert lið eftir í riðlakeppninni. Fram hefur tapað öllum þremur leikjunum í keppninni til þessa.

Ljóst er að mikið þarf til ef liðið ætlar sér að sækja úrslit í riðlinum en af leikjunum þremur að dæma verður það erfitt verkefni fyrir Framara.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top