Bjarki Már var markahæstur í sigri á Kolstad (Ayman Aref / NurPhoto via AFP)
Fjórir leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld þar sem fimm Íslendingar voru í eldlínunni. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru án efa 25-24 sigur Eurofarm Pelister á Pick Szeged. Janus Daði Smárason var ekki með Pick Szeged í kvöld en hann er enn frá vegna meiðsla. SC Magdeburg unnu fimm marka sigur á HC Zagreb á heimaveilli 27-22. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 4 mörk, Ómar Ingi Magnússon skoraði 3 mörk en Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað. Benedikt Gunnar Óskarsson og félagar í Kolstad steinlágu fyrir Bjarka Má Elíssyni og samherjum í Veszprém í Kolstad Arena 29-43. Benedikt Gunnar skoraði 3 mörk fyrir Kolstad en Bjarki Már fór mikinn og var markahæstur á vellinum með 8 mörk fyrir Veszprém. Þá unnu PSG þriggja marka sigur á GOG í heimsókn þeirra til danska liðsins, 28-31. Úrslit kvöldsins B riðill:
A riðill:
Kolstad - Veszprém 29-43
GOG - PSG 28-31
SC Magdeburg - HC Zagreb 27-22
Eurofarm Pelister - Pick Szeged 25-24

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.