Víkingar halda áfram að safna stigum – Talið upp úr pokanum í mars
{{brizy_dc_image_alt entityId=

VíkingurVíkingur ((Kristinn Steinn Traustason)

Í kvöld fengu Víkingar lið Hauka 2 í heimsókn í Safamýrina í Grill 66 deild karla.

Hauka liðið hefur náð í fleiri stig hingað til á leiktíðinni en margir bjuggust við. Lið Víkings er vitanlega á toppnum og hafa einungis tapað einu stigi.

Í fyrri hálfleik lengi vel var þetta bara hörkuleikur. Síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik voru heimamenn í Víking þó betri og staðan í leikhlé þegar gengið var til búningsherbergja var 20-16.

Í seinni hálfleik héldu Víkingar áfram að hafa yfirhöndina en Haukar náðu að minnka muninn í 25-24 þegar korter var eftir.

Seinasta korterið stigu Víkingar á bensíngjöfina og voru alltaf 2 skrefum á undan. Þeir kláruðu leikinn af þónokkru öryggi. Lokatölur 36-32.

Hjá Víking voru Akureyringurinn Ísak Óli Eggertsson og Garðbæingurinn Kristján Helgi Tómasson markahæstir með 6 mörk. Stefán Huldar Stefánsson varði 10 skot.

Hjá Haukum var voru þrír leikmenn markahæstir með 6 mörk þeir Daníel Wale, Daníel Máni og Jón Karl. Ari Dignus Maríuson varði 7 skot.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top