Ólafur Rafn Gíslason ((Egill Bjarni Friðjónsson)
Ólafur Rafn Gíslason átti góðan leik í marki ÍR í kvöld í 27-27 jafntefli gegn Stjörnunni og varði 14 skot eða 35% vörslu. Ólafur sagði í viðtalið við Sjónvarp Símans eftir leik að hann hefði verið handviss um að hann myndi verja vítið frá Benedikt Marinó undir lok leiksins og tryggja ÍR stigin 2. ,,Ég var búinn að verja frá honum einu sinni og hélt ég væri alveg með hann en Benni var flottur í leiknum og kom boltanum framhjá mér að þessu sinni.“ ÍR spilaði flotta vörn í kvöld og héldu Stjörnunni í 27 mörkum og var Ólafur sammála um að þetta væri gott veganesti inn í næstu leiki ÍR. ,,Við erum búnir að vera að bæta varnarleikinn undanfarið, komin tvö jafntefli, ég er eiga betri leiki en við spilum hraðan leik svo það er alltaf að fara að koma fullt af mörkum.“ Ólafur viðurkenni að ÍR verði bara að halda áfram að berjast fyrir þessu og sigranir fara að detta. ,,Við verðum bara að halda áfram, við höfum engu að tapa og það fer að koma að sigrinum“

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.