Var mættur óvænt aftur í leikmannahóp ÍR
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarki Steinn Þórisson (Kristinn Steinn Traustason)

Línumaðurinn, Bjarki Steinn Þórisson lék sinn fyrsta leik með ÍR á tímabilinu í jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í 10.umferð Olís-deildarinnar á fimmtudagskvöldið.

Bjarki Steinn sem hefur leikið með ÍR síðustu þrjú tímabil hafði ekkert leikið með ÍR hingað til. Í frétt sem Handkastið birti í lok september mánaðar staðfesti Bjarni Fritzson þjálfari ÍR að Bjarki Steinn hafi fengið leyfi til að skoða sig um og leita sér að nýju liði. Það hefur hinsvegar ekki tekist og var hann mættur í leikmannahóp ÍR í síðasta leik.

Bjarki Steinn lék alla 22 leiki ÍR í Olís-deildinni á síðustu og þar síðustu leiktíð og var lykilmaður í varnarleik liðsins lengi vel. Hann kom inná snemma leiks og lék bæði varnar og sóknarlega í liði ÍR í leiknum en leikurinn endaði með jafntefli 27-27 eftir að ÍR hafi leitt 27-25 þegar lítið var til leiksloka. 

ÍR er á botni Olís-deildarinnar með þrjú stig, tveimur stigum á eftir nýliðum Selfoss sem eru með fimm stig í 11.sæti deildarinnar. ÍR fær deildarmeistara FH í heimsókn í Skógarselið í næstu umferð en þá lýkur fyrri umferð Olís-deildarinnar. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top