Telur Val vera líklegasta til að landa þeim stóra
{{brizy_dc_image_alt entityId=

ValurValur 1 (

Valur vann sannfærandi níu marka sigur á útivelli gegn HK í 10.umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi í Kórnum. Með sigrinum fer Valur upp í 2.sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir Haukum sem eru á toppi deildarinnar.

HK sitja í 9.sæti deildarinnar með átta stig með jafn mörg stig og Stjarnan og Fram en Fram á leik inni gegn ÍBV í kvöld þegar 10.umferðin lýkur.

Heimkoma Arnórs Snæs Óskarssonar í Val hefur vakið verðskuldaða athygli en hann hefur leikið gríðarlega vel í fyrstu tveimur leikjum Vals eftir að hann kom heim frá Kolstad í Noregi. Valur hefur unnið báða leikina sannfærandi og hefur Arnór Snær leikið við hvern sinn fingur.

Aðalsteinn Eyjólfsson var gestur Handkastsins í morgun og þar talað hann vel til Arnórs Snæs og hversu jákvæð áhrif hann hefur haft á lið Vals strax í upphafi.

,,Hann leysir gríðarlega mikið af þeim vandamálum sem þeir voru að glíma við. Hann er góður í breiddina og hann vinnur alltaf í sig menn. Þessir strákar sem eru á miðju og vinstra megin eru frábærir að velja yfirtöluna og Arnór Snær er að skapa þær stöður trekk í strekk þar sem þeir eru að fá yfirtölu. Að auki er hann ótrúlega góður hraðarupphlaupsmaður,” sagði Aðalsteinn sem segir að eins og staðan er í dag eru Valsarar líklegastir til að verða Íslandsmeistarar með komu Arnórs Snæs.

,,Sigurlíkur Vals í vetur jukust gríðarlega fyrst við erum byrjaðir að tala um Coolbet og veðmál. Þá sé ég ekki mörg lið standa þeim snúninginn hvað það varðar, ef hann kemst betur og betur inn í hlutina hjá Val.”

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top