Ágúst Elí laus allra mála – Útilokar ekki að koma til Íslands
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Elí Björgvinsson (Álaborg)

Danska félagið Ribe-Esbjerg tilkynnti í dag að samkomulag hafi náðst milli félagsins og Ágústar Elís Björgvinssonar að slíta samningnum þeirra á milli nú þegar. Ágúst Elí er því ekki lengur markvörður liðsins og laus allra mála. Hann getur þó ekki byrjað að leika með nýju félagi fyrr en 1.febrúar þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik.

Samningur Ágústs Elís við Ribe-Esbjerg átti að renna út næsta sumar. Ágúst Elí hefur ekkert leikið með liðinu á tímabilinu en hann var á láni hjá danska meistaraliðinu, Álaborg í upphafi tímabils vegna meiðsla Niklas Landin markvarðar Álaborgar.

Ágúst Elí gekk í raðir Ribe-Esbjerg sumarið 2022 eftir að hafa verið hjá KIF Kolding. Þar áður var hann markvörður Savehof í Svíþjóð og varð þar til að mynda sænskur meistari.

,,Það var nauðsynlegt að rifta samningnum fannst mér. Eftir samtal við þjálfarann þá var mér það ljóst að alveg sama hvað ég myndi bæta mig sem leikmaður að þá var aldrei möguleiki fyrir mig að vinna mér inn mínútur á vellinum. Ég er því án samnings eins og er og mun því leita mér að nýrri áskorun og vonandi verða þau mál leyst fljótlega,” sagði Ágúst Elí sem viðurkendni að það væri eitthvað á borði sem hann gæti ekki alveg farið út í strax.

Hann útilokar ekki að koma heim til Íslands og leika í Olís-deildinni.

,,Eins og er þá langar mig bara að fara spila handbolta aftur,” sagði Ágúst Elí í samtali við Handkastið.

Ágúst Elí var valinn í síðasta landsliðshóp Snorra Steins fyrir æfingaleiki gegn Þýskalandi. Þar sagði Snorri Steinn í viðtali við Handkastið í aðdraganda verkefnsins að hann hafi gert Ágústi Elí það ljóst fyrir að það yrði erfitt fyrir Snorra Stein að velja hann spili hann ekki handbolta fyrir EM.

Nú er ljóst að Ágúst Elí spilar ekki handbolta meira fyrir EM.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top