Fram (Kristinn Steinn Traustason)
Hinn 15 ára Steinar Már Einarsson Clausen lék sínar fyrstu mínútur í efstu deild á Íslandi á föstudaginn síðastliðinn er hann kom inná á síðustu fimm mínútum í leik ÍBV og Fram í 10.umferð Olís-deildar karla. Steinar Már ungur og efnilegur leikmaður Fram er sonur þjálfara Fram, Einars Jónssonar og Kristínar Clausen fyrrum handboltaleikmanns. Steinar er fæddur árið 2010 og varð því 15 ára í sumar. Steinar var 15 ára og 120 daga gamall er hann kom inná í leiknum á föstudaginn sem Fram vann með sex mörkum 28-34. Steinar varð því fjórði yngsti leikmaður sögunnar til að spila í efstu deild en Brynjar Narfi Arndal jafnaldri hans í FH varð sá yngsti í sögunni til að spila í efstu deild er hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í febrúar á þessu ári. Brynjar Narfi var þá 14 ára og 229 daga gamall er hann kom inná í sigri FH gegn Fjölni. Brynjar Narfi sló þar við meti sem Geir Guðmundsson átti en Geir var 15 ára og 103 daga gamall er hann lék með Akureyri Handboltafélagi gegn Stjörnunni 4.desember 2008. Yngstu leikmenn til að spila í efstu deild:
Brynjar Narfi Arndal - 14 ára og 229 daga gamall
Geir Guðmundsson - 15 ára og 103 daga gamall
Einar Baldvin Árnason - 15 ára og 114 daga gamall
Steinar Már Einarsson Clausen - 15 ára og 120 daga gamall
Ragnar Jóhannsson - 15 ára og 138 daga gamall
Haukur Þrastarson - 15 ára og 145 daga gamall
Aron Pálmarsson - 15 ára og 223 daga gamall

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.