Bjarni í Selvindi ((Baldur Þorgilsson)
Bjarni í Selvindi hefur framlengt samning sinn við Val en félagið tilkynnti um það á facebook síðu sinni nú fyrir stundu. Samningurinn gildir til júní 2029 en yfirlýsingu Vals má sjá hér að neðan. Handknattleiksdeild Vals og Bjarni í Selvindi hafa gert samkomulag um að framlengja samning hans við félagið. Samningurinn gildir nú til júní 2029. Bjarni, sem er 23 ára Færeyingur, kom til Vals frá Kristiansand í Noregi sumarið 2024 og hefur verið mikil ánægja með hans frammistöðu hjá félaginu. Bjarni hefur undanfarið glímt við meiðsli á öxl en er væntanlegur inn á keppnisvöllinn á næstunni. ”Ég er mjög sáttur með að Bjarni hafi framlengt við félagið. Hann frábær leikmaður, sterkur einn á móti einum ásamt að búa yfir mikilli skottækni. Að auki er hann góður liðsfélagi og mjög metnaðargjarn. Það er því ánægjulegt að hann verði áfram hjá okkur næstu árin” sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins eftir að hann hafi framlengt við félagið. Bjarni hefur leikið með yngri landsliðum Færeyja auk þess sem hefur hann leikið 4 A- landsleiki. Stjórn handknattleiksdeildar Vals er mjög sátt með samkomulagið og hlakkar til að sjá Bjarna í Valsbúningum á komandi árum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.