Töpuðu með 15 mörkum – Munurinn á liðunum er ekki svona mikill
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Rúnar Kárason ((Kristinn Steinn Traustason)

Fram tekur á móti  HC Kriens-Luzern í 4.umferð Evrópudeildarinnar í Úlfarsárdalnum í kvöld. Liðin mættust í Sviss fyrir viku síðan og unnu Kriens þar öruggan 15 marka sigur, 40-25.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Livey en að sjálfsögðu hvetjum við lesendur Handkastsins til að fjölmenna í Lambhagahöllina. Handkastið heyrði í Rúnari Kárasyni og spurði hann meðal annars út í það hvernig leikurinn í síðustu viku þróaðist í Sviss.

Rúnar sagði að sigur Kriens hafi verið óþarflega stór. ,,Við komum ferlega taktlausir inn í leikinn og mér fannst við ólíkir sjálfum okkur og að mínu mati er munurinn á liðunum ekki svona mikill.“

Álagið á Fram er mikið þessa dagana og voru þeir mættir til Vestmannaeyja á föstudagskvöldið þar sem þeir unnu góðan 28-34 sigur á ÍBV og segir Rúnar að sá sigur hafi gefið liðinu mikið í þessu álagi.

,,Við erum alveg að finna að Evrópa er að gefa okkur helling í þessum deildarleikjum, mikið tempo þar er okkur í hag í Olís. Eyjamenn með hörkulið og við þurftum að hafa fyrir sigri en vorum vel að honum komnir.“

Standið á hópnum er gott segir Rúnar, smá hnjask hér og þar en ekkert alvarlegt og gleðitíðindi fyrir Frammara eru að Danjal er að koma til baka sem mun styrkja liðið mikið fyrir komandi átök.

Leikurinn gegn Kriens er eins og áður segir í kvöld klukkan 19:45 og hvetjum við alla handboltaáhugamenn að mæta og styðja Fram í þessum síðasta heimaleik þeirra í Evrópudeildinni. ,,Framborgararnir verða á staðnum og ískaldir drykkir, einnig er aldrei að vita nema einhver stígi á stokk og segi brandara í fanzone-inu fyrir leik“ sagði Rúnar í samtali við Handkastið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top