Arnar Freyr og félagar stóðu í Flensburg lengi vel
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnar Freyr  (Balur Þorgilsson)

Tveir leikir fóru fram í dag í 13.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar þar sem aðeins einn íslendingu var í eldlínunni.

Fyrri leikur dagsins fór fram í Lemgo borg þegar Lemgo tók á móti Eisenach. Leikurinn byrjaði í mikilli baráttu þar sem liðin skiptust á að svara hvert öðru og enginn náði að slíta sig frá. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks þegar Lemgo fann opnar glufur í vörn Eisenach, herpti vörnina og fóru með 13–9 forskot inn til búningsklefa. Í seinni hálfleik breyttist síðan myndin alveg. Lemgo komu miklu ákveðnari inn í síðari hálfleik, spiluðu á miklum krafti og bjuggu sér til forskot sem Eisenach áttu í miklum erfiðleikum við að minnka. Lokatölur urðu 28–19 Lemgo í vil. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Niels Versteijnen í liði Lemgo með 6 mörk úr 7 skotum auk þess að hafa gefið tvær stoðsendingar.

Seinni leikur dagsins fór fram þegar Arnar Freyr og félagar í Melsungen tóku á móti Flensburg. Leikurinn hófst jafn og spennandi þar sem liðin skoruðu til skiptis og hvorugt liðið náði að skapa sér forskot. Flensburg sýndu þó stöðugri frammistöðu þegar leið á fyrri hálfleikinn og fóru með tveggja marka forystu í hálfleik 14–16. Seinni hálfleikurinn hélt áfram á svipuðum nótum með mikilli baráttu. Þrátt fyrir sterka kafla Melsungen tókst Flensburg ávallt að svara strax og halda yfirhöndinni. Undir lok leiksins náðu Flensburg að nýta færin sín og byggja upp forskot sem Melsungen náðu ekki að minnka. Að lokum sigruðu Flensburg 32-35. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Marko Grgic með 9 mörk og 3 stoðsendingar.

Úrslit dagsins:

Lemgo-Bergischer 28-19

Melsungen-Flensburg 32-35

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top