Bjarni Ófeigur Valdimarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Haukar sitja á toppi Olís-deildarinnar þegar deildin er hálfnuð með 18 stig af 22 mögulegum. Valur er í 2.sæti með 16 stig en ÍR situr á botni deildarinnar með þrjú stig en fjögur stig er í næstu lið sem eru nýliðar Selfoss og Þór. Handkastið hefur valið úrvalslið fyrri umferðar Olís-deildar karla en hægt er að sjá lið fyrri umferðar hér að neðan. Besti leikmaður Olís-deildarinnar í fyrri umferðinni er Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður KA sem hefur alls verið sex sinnum í liði umferðarinnar hjá Handkastinu. Þjálfari hans, Andri Snær Stefánsson er þjálfari fyrri umferðarinnar en KA spútniklið deildarinnar með 14 stig í 4.sæti deildarinnar. Lið fyrri umferðar: Mark: Björgvin Páll Gústavsson (Valur) Vinstra horn: Hannes Höskuldsson (Selfoss) Vinstri skytta: Bjarni Ófeigur Valdimarsson (KA) Miðjumaður: Freyr Aronsson (Haukar) Hægri skytta: Elís Þór Aðalsteinsson (ÍBV) hægra horn: Giorgi Dikhaminjia (KA) Lína: Jón Bjarni Ólafsson (FH) Þjálfari: Andri Snær Stefánsson (KA)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.