Vísa ummælum Gaupa til föðurhúsanna – Valur með lang besta liðið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Jóhannsson (Sævar Jónasson)

Valsmenn unnu ÍBV sannfærandi í lokaleik 11.umferðar Olís-deildar karla á laugardaginn síðastliðinn. Valsarar hafa verið á góðri siglingu í undanförnum leikjum á meðan Eyjamenn hafa einungis sótt í eitt stig í síðustu þremur leikjum.

Hákon Daði Styrmisson vinstri hornamaður Hagen í þýsku b-deildinni er á heimleið í janúar og hefur verið orðaður við bæði Val og ÍBV. Það bendir þó flest til þess að hann gangi í raðir Vals í janúar. Rætt var um leik Vals og ÍBV og möguleg vistaskipti Hákons Daða til Vals í nýjasta þætti Handkastsins.

,,Hákon Daði hefur verið orðaður við bæði þessi félög. Haldið þið að hann hafi setið heima hjá sér og horft á þennan leik og ákveðið að velja með hjartanu í stað veskinu?” spurði Stymmi klippari gesti þáttarins, þá Davíð Már Kristinsson og Ásgeir Gunnarsson.

,,Ég held að Eyjamenn séu ekkert að fara styrkja sig. Ég hef heyrt að það kreppir svolítið skóinn þar í fjármálunum. Hákon Daði er á leiðinni í Val, ég held að það sé klappað og klárt," sagði Davíð Már.

,,Fari Hákon Daði í Val, er það síðasta púslið sem Ágúst Jóhannsson þurfti til að keyra á titilinn? Guðjón Guðmundsson sagði í útsendingunni í Handboltapassanum að það væri engin pressa á Ágústi. Hann fengi sinn tíma til að koma sínu handbragði á liðið. Vísum við þessum ummælum ekki til föðurhúsanna? Valur er með lang besta liðið ef Hákon Daði kemur,” sagði Stymmi klippari og varpaði spurningunni til Ásgeirs Gunnarssonar.

,,Auðvitað var fyndið að heyra þetta og hann talar um þeir séu að horfa á næsta tímabil. Svo seinna talaði hann um að þeir eigi inni Róbert Aron og Bjarna í Selvindi. Þeir eru búnir að fá Arnór Snær, fái þeir Hákon Daða með Björgvin Pál landsliðsmarkmann í markinu, Magnús Óli er farinn að spila meira…,”

,,Þá eru þeir með lang besta lið landsins,” greið Davíð Már Kristinsson inní.

Valur fær Stjörnuna í heimsókn klukkan 18:30 í fyrsta leik 12.umferðar Olís-deildar karla í kvöld. ÍBV fer í Kórinn annað kvöld og mætir HK klukkan 18:30.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top