Mikilvægur sigur Aftureldingu á Haukum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Afturelding HK Harri Halldórsson ((Raggi Óla)

Afturelding mætti Haukum í Myntkaup höllinni í kvöld sem var sýndur í opinni dagskrá á sjónvarpi símans.

Fyrsti korter leiksins var mjög jafn, eftir það byrjaði Afturelding að síga hægt og rólega frá Haukum og var staðan orðin 15-9 Aftureldingu í vil í hálfleik. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og jókst forskot Aftureldingu áfram. Leikurinn endaði með öruggum sigri Aftureldingu, lokatölur 31-22.

Oscar Sven Leithoff Lykke hjá Aftureldingu var markahæstur í leiknum með 9 mörk. Ihor Kopyshynskyi, einnig hjá Aftureldingu, kemur þar á eftir með 8 mörk. Síðan kemur Freyr Aronsson hjá Haukum með 5 mörk. Einar Baldvin Baldvinsson átti góðan leik með 16 varin skot. Markmenn Hauka voru með 10 varin skot samtals, Magnús Gunnar Karlsson með 6 varða bolta og Aron Rafn Eðvarðsson með 4 varða bolta.

Afturelding hefur með þessum sigri þjappað toppbarráttu deildarinnar og er Afturelding komið upp í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig, einu stigi á eftir Val og Haukum sem verma tvö efstu sæti bæði með 18 stig. KA situr síðan í fjórða sæti með 16 stig.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top