Reynir Þór Stefánsson (Kristinn Steinn Traustason)
Reynir Þór Stefánsson sem gekk í raðir Melsungen frá Íslands- og bikarmeisturum Fram í sumar lék loksins sinn fyrsta leik fyrir þýska liðið er liðið lék á heimavelli gegn sænska liðinu Karlskrona í 5.umferð Evrópudeildarinnar. Segja mætti að frumraun Reynis hafi verið nokkuð góð með Melsungen því hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í leiknum úr sjö skotum. Reynir gat ekki spilað fyrstu mánuði tímabilsins með Melsungen vegna veikinda. Melsungen sigrað leikinn 35-34 og er félagið þar með komið áfram en liðið er með fullt hús stiga á toppi riðilsins eftir fimm umferðir. Síðasta umferðin fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Línumaðurinn, Arnar Freyr Arnarsson lék ekki með Melsungen í kvöld og þeir Arnór Viðarsson og Ólafur Guðmundsson voru ekki með Karlskrona sem hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í E-riðlinum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.