Magdeburg með 9 sigra í röð og önnur úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ekkert virðist stoppa Gísla Þorgeir og félaga í Magdeburg þessa dagana (MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þrír leikir fóru fram í níundu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem íslenska þríeykið í Magdeburg var í eldlínunni.

Magdeburg unnu 5 marka útisigur á Eurofarm Pelister, 26-31 og er liðið búið að vinna alla níu leiki sína í keppninni. Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 2 og Elvar Örn Jónsson skoraði 1.

Álaborg unnu góðan 31-24 sigur á HBC Nantes. Buster Engelbrecht Juul-Larsen var markahæstur hjá Álaborg með 6 mörk og Aymeric Minne skoraði 6 mörk fyrir Nantes sömuleiðis.

Industria Kielce unnu nauman 34-32 sigur á Dinamo Bucuresti. Ferlin markvörður Kielce bjargaði sigrinum en hann varði frá Miklós Rosta á ögurstundu þegar Bucuresti hefðu getað jafnað leikinn.

Úrslit kvöldsins og staðan í riðlunum:
A riðill:
Álaborg - HBC Nantes 31-24
Kielce - Dinamo Bucuresti 34-32

Standings provided by Sofascore

B riðill:
Eurofarm Pelister - Magdeburg 26-31

Standings provided by Sofascore

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top