Fuchse Berlín (Fabian Sommer / dpa Picture-Alliance via AFP)
Það bárust heldur óvæntar og miður skemmtilegar fréttir frá Þýskalandi á dögunum þegar þýsku meistararnir í Füchse Berlin staðfestu þær sögusagnir að meistarabikarfélagsins sem liðið vann á síðustu leiktíð hafi verið stolinn úr skrifstofum félagsins. Um er að ræða hinn opinbera þýska Bundesligu bikar, sem markar fyrsta Þýskalandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Að sögn félagsins liggur ekki fyrir hvernig bikarnum var komið út úr byggingunni og hefur málið verið tilkynnt til lögreglu sem vinnur að rannsókn málsins. Því mun félagið ekki tjá sig frekar að svo stöddu, segir í tilkynningunni frá félaginu. Bikarinn hefur mikla táknræna þýðingu fyrir Berlínarliðið, enda var meistaratitillinn sá fyrsti í sögu félagsins og því fyrsti Þýskalandsmeistarabikarinn sem hefur komið á skrifstofu félagsins. Félagið vonast til þess að lögreglurannsóknin varpi skjótt ljósi á hvað gerðist og að meistarabikarinn komist fljótlega aftur í réttar hendur og á sinn rétta stað. Ef einhverjir hafa upplýsingar um málið er lesendum Handkastsins bent á að hafa samband með því að senda tölvupóst á handkastid(hjá)handkastid. net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.