Þurftum að bæta upp eftir síðasta leik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Baldvin Baldvinsson (Kristinn Steinn Traustason)

Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Aftureldingar var besti leikmaður vallarsins í níu marka sigri liðsins á toppliði Haukum á heimavelli í 12.umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Einar Baldvin var stórkostlegur í leiknum og var með rúmlega 50% markvörslu í fyrri hálfleik. Hann var í viðtali við Benedikt Grétarsson beint eftir leik í Sjónvarpi Símans. Þar viðurkenndi hann að sigurinn hafi verið töluvert stærri en hann bjóst við.

,,Þetta var töluvert stærri sigur en ég bjóst við. Við þurftum að bæta upp eftir síðasta leik. Þar vantaði spirit og það kom heldur betur í dag. Við reyndum að draga stúkuna með okkur og það kom í dag. Við vorum að kasta okkur á eftir boltum og gáfum allt í þetta,” sagði Einar Baldvin.

Afturelding tapaði óvænt gegn nýliðum Selfoss í síðustu umferð. Einar Baldvin var spurður að því hvernig hægt væri að útskýra að lið tapi gegn nýliðum Selfoss en vinni síðan topplið Hauka með níu mörkum á nokkrum dögum.

,,Stemningin. Það vantaði þetta í síðasta leik. Þegar við erum með þessa stemningu þá erum við rosalega góðir eins og þú sérð.”

Eins og fyrr segir var Einar Baldvin frábær í markinu, Benedikt spurði Einar hvort hann hafi treyst á gervigreindina fyrir leikinn í kvöld?

,,Nú var ég að treysta á sjálfan mig, þetta var bara ég. Gervigreindin er samt eitthvað að hjálpa mér en þetta er ekki eins djúpt og menn halda.”

Sigur Aftureldingar þýðir að liðið er nú einu stigi á eftir Haukum og Val sem eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar.

,,Þetta er gott fyrir deildina, þetta sýnir bara að deildin er jafnari og við sjáum það eins og með KA sem hafa stimplað sig inn í toppbaráttuna og við viljum vera þar líka og við sýndum það í dag að við eigum mikið erindi þar.”

,,Við erum að spila á uppöldnum Mosfellingum í annarri hverri stöðu sem er að spila fyrir sitt bæjarfélag og sitt félag og vilja gefa allt í þetta. Þaðan kemur stemningin og þannig hefur það verið hér síðustu ár, stemningin hefur keyrt okkur helvíti langt. Afsakið að ég sé að blóta,” sagði Einar Baldvin að lokum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 19
Scroll to Top