Einn mesti 1×2 leikur sögunnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sigurður Jefferson (Sævar Jónasson)

Tveir leikir fara fram í 12.umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fram og FH mætast í Úlfarsárdalnum klukkan 19:00 en klukkan 18:30 mætast HK og ÍBV í Kórnum í afar athyglisverðum leik.

HK geta með sigri jafnað Stjörnuna að stigum og Fram, tapi Fram gegn FH í kvöld og yrðu þá einungis stigi á eftir ÍBV sem eru með 11 stig í 6.sæti deildarinnar. Bæði lið koma inn í þennan leik með tvö töp í röð á bakinu og er þetta því lífsnauðsynlegur leikur fyrir bæði lið að sækja stigin tvö.

,,Þetta er einn mesti 1x2 leikur sögunnar að mínu mati. Ég veit að HK hefur tapað þremur leikjum í röð en þeir geta alveg ákveðið að bíta í skjaldarendur á meðan ég veit ekkert hvar ég hef Eyjaliðið,” sagði Stymmi klippari í nýjasta þætti Handkastsins þegar rætt var um leikinn sem fer fram í kvöld.

,,Ég held að ÍBV vinni þennan leik, ég held að þeir eigi styttra í land heldur en HK eins og staðan er núna. Síðan veit maður aldrei með þetta HK lið, þetta var líka svona í fyrra. Allt í einu kemur leikur uppúr þurru þar sem þeir eru allir geggjaðir. En ég sé það ekki gerast núna miðað við hvernig þeir hafa verið í síðustu leikjum,” sagði Gunnar Valur sem var gestur í þættinum.

Benedikt Grétarsson og Stymmi klippari voru ósammála og spá báðir HK-sigri í kvöld.

,,Ég held að HK vinni þennan leik, ég veit ekki afhverju. Ég er Nabblinn tvö, ég er einn mesti HK-maður í heimi, ég spái þeim yfirleitt alltaf sigri en síðan hafa þeir valdið mér vonbrigðum nokkrum sinnum. En það er eitthvað við þetta lið sem ég er hrifinn af og ég held að þeir taki einn óvæntan sigur gegn ÍBV.”

Báðir leikir kvöldsins verða í þráðbeinni í Handboltapassanum í kvöld. Á Coolbet er stuðullinn 2.8 á HK en 1.71 á útisigur ÍBV.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 22
Scroll to Top