Selfoss sótti þýskan uppgjafarhermann
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Philipp Seidemann (Egill Bjarni Friðjónsson)

Frábær frammistaða Alexanders Hallgrímssonar markvarðar Selfoss dugði ekki til er liðið mætti KA í 12.umferð Olís-deildar karla fyrir norðan á fimmtudagskvöldið. KA hafði betur 33-28 en Selfyssingar geta þakkað Alexander fyrir að ekki hafi sigurinn orðið stærri.

Alexander gerði sér lítið fyrir og varði 20 skot í markinu og endaði með 38% markvörslu í leiknum. Selfyssingar sem eru nýliðar í deildinni eru í 11.sæti deildarinnar með sjö stig. Rætt var um frammistöðu Alexanders í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Stymmi klippari hrósaði Alexander fyrir sína farmmistöðu í vetur.

,,Hann hefur verið frábær nánast í allan vetur, það kom mér á óvart þegar ég var að setja saman lista yfir þá markmenn sem höfðu varið flest skot í vetur og þar var hann í 3-4 sæti. Hann varði einhverja 20 skot í leiknum gegn KA,” sagði Stymmi og bætti við:

,,Selfoss sótti þýskan uppgjafarhermann sem hefur varla fengið að klukka gólfið. Ég vil alls ekki senda hann heim, ég held að hann sé að halda pressu á Alexander. Þetta var of kósý fyrir hann þannig hann þurfti að fá einn Þjóðverja til að ýta við sér,” sagði Stymmi og á þá við Þjóðverjann, Philipp Seidemann sem hefur lítið sem ekkert komið við sögu í liði Selfoss í vetur en hann gekk til liðs við félagið rétt eftir að tímabilið hófst.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top