Bjarni Fritzson (Eyjólfur Garðarsson)
Bjarni Fritzson þjálfara ÍR var mikið létt eftir fyrsta sigur liðsins í Olís-deild karla í vetur sem kom í kvöld í botnbaráttuslag gegn Þór í 12.umferðinni. ÍR vann leikinn 34-31 en liðið hafði undirtökin allan leikinn. Þórsarar minnkuðu muninn í eitt mark undir lok leiks en lengra komust þeir ekki. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá ÍR sem heimsækja Selfoss í næstu umferð og geta jafnað bæði Selfoss og Þór að stigum með sigri þar. Hér að neðan er hægt að sjá viðtal við Bjarna eftir leikinn.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.