Brynjar Hólm Grétarsson - Oddur Gretarsson - Þór (Egill Bjarni Friðjónsson)
Lokaleikur í 13.umferð Olís deildar karla fór fram á Akureyri í dag þegar Þór tók á móti Fram. Þórsarar voru fyrir leikinn í 11 sæti deildarinnar meðan Fram var í 8 sæti deildinnar. Það verður seint sagt að það hafi verið jafnræði með liðinum en það sást strax eftir 10 mínútna leik að Fram voru mættir Norður til að fara með bæði stigin heim. Gestirnir voru komnir með 5 marka forskot eftir um 15 mínútna leik og skoraði Eiður Rafn Valsson hvert hraðaupphlaupsmarkið á fætur öðru á upphafsmínútum leiksins og Breki Hrafn í markinu dró tennurnar úr Þórsliðinu með frábærum markvörslum Staðan í hálfleik var 11-16 Fram í vil og andleysið var mikið í Þórs liðinu. Í síðari háflleik gengu Frammarar gjörsamlega frá leiknum og sáu Þórsarar aldrei til sólar. Lokatölur í leiknum urðu 20-34 Fram í vil. Markahæstir í liði Þórs í dag voru Kári Kristján Kristjánsson og Hafþór Már Vignisson með 4 mörk hvor en hjá Fram var það Eiður Rafn Valsson sem skoraði 8 mörk. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.