Tap hjá FH gegn Val eftir slæman lokakafla
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Garðar Ingi Sindrason (J.L.Long)

Ríkjandi deildarmeistarar FH tóku á mót Val í Kaplakrika í kvöld. Fyrir leik var FH  í fimmta sæti með 15 stig og Valur í því þriðja með 18 stig, FH hafði því tækifæri á að nálgast toppbarráttu deildarinnar með sigri og Valur gat með sigri jafnað Hauka að stigum að ný sem voru í efsta sætinu með 20 stig.

Sjónvarpsáhorfendur fengu stórskemmtilegan leik sem sýndur var í opinni dagskrá í sjónvarpi símans. FH var með forskotið meirihluta fyrri hálfleik og náði mest fjögurra marka forystu, Valur virtust þó ekki vera líklegir til þess að hleypa þessum leik frá sér og voru búnir að minnka í eins markar mun í hálfleik, hálfleikstölur 18-17.

FH byrjaði síðari hálfleik af krafti og náðu snemma fimm marka forystu, Valur hleypti leiknum ekki lengra frá sér og voru fljótir að vinna upp muninn, í kjölfarið var jafnt á liðum þar sem Valur var að elta FH mest allan seinni hálfleik. FH kastaði leiknum frá sér með slakri frammistöðu á lokakaflanum, þeir voru með tveggja marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir en náðu ekki að skora mark meðan Valur skoraði 7, því fór staðan úr því að vera 29-27 yfir í 29-34 á síðustu 10 mínútum leiksins sem voru lokatölur leiksins.

Arnór Snær Óskarsson fór á kostum fyrir Val með 10 mörk og 5 stoðsendingar, Garðar Ingi Sindrason var með 8 stoðsendingar fyrir FH.

Markvarðarpar FH var með 10 varða bolta í leiknum eða 22,7% markvörslu á meðan markvarðarpar Vals var með 13 varða bolta eða 31% markvörslu, þar af varði Jens Sigurðsson 2 mikilvæg víti á lokakafla leiksins.

Með þessum sigri hefur Valur jafnað Hauka aftur á topp deildarinnar meðan FH situr sem fastast í fimmta sæti.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top