Netlaust í Varmá þegar Afturelding vann
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Harri Halldórsson (Raggi Óla)

Afturelding tók á móti HK í 13.umferð Olís deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld.

Fyrr um daginn hafði ljósleiðari verið grafinn í sundur fyrir utan Varmá og því var internetlaust í öllu húsinu svo ekki náðist að sýna frá leiknum í Handboltapassanum.

Ég get þó upplýst lesendur um það að HK byrjaði leikinn betur en Afturelding en heimamenn náðu þó vopnum sínum undir lok fyrri hálfleiks og leiddu 18-17 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var algjör eign Aftureldingar sem rúllaði yfir HK og urðu lokatölur 41-33.

Oscar Lykke var markahæstur hjá Aftureldingu með 10 mörk en hjá HK voru þeir Sigurður Jeffersson og Jóhann Birgir Ingvarsson markahæstir með 8 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 42
Scroll to Top