Eftir erfiða byrjun hrukku Víkingar í gang og sigruðu Eyjapeyjana sannfærandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Víkingur 2 (Emma Elísa Jónsdóttir)

Í Safamýri í dag mættust Víkingur og HBH í Grill 66 deild karla.

HBH byrjuðu leikinn af fítonskrafti og voru betri í byrjun leiks og í raun betri aðilinn fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks. Eftir rúmar 20 mínútur var staðan 6-9 fyrir HBH og Víkingar ekki alveg mættir til leiks. Víkingar tóku þá við sér og voru betri síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik. Fóru þeir með 13-11 forskot inn til búningsherbergja.

Í seinni hálfleik gáfu þeir bara enn meira í og var getumunurinn milli liðanna nokkuð áberandi. Eftir korters leik í seinni hálfleik voru þeir komnir í 23-16. Þeir slökuðu ekkert á klónni og uppskáru að lokum 35-26 sigur. Mikill munur á fyrri og seinni hálfleik hjá Víkingunum. Seinni hálfleikurinn gefur góð fyrirheit fyrir stórleikinn næstkomandi föstudag hjá Víkingum.

Hjá Víking var Kristófer Snær Þorgeirsson með 8 mörk. Markvarslan hjá Víking skilaði þeim samtals 12 boltum frá þremur markmönnum.

Hjá HBH var Ívar Bessi Viðarsson markahæstur með 10 mörk. Markvarslan hjá þeim skilaði 8 boltum.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top