Tómas Bragi Starrason - Grótta (Eyjólfur Garðarsson)
Í kvöld mættust Selfoss 2 og Grótta á Selfossi í Grill 66 deild karla.
Selfoss 2 hefur verið að standa sig nokkuð vel í vetur enda með mikið af ungum og efnilegum leikmönnum og sátu þeir í 5. sæti fyrir leikinn. Grótta er í hörku baráttu við Víking um að komast beint upp í Olís deildina.
Gróttu menn byrjuðu betur og eftir rúmar 12 mínútur var staðan 6-11. Áfram stigu þeir á bensíngjöfina og fóru inn í hálfleikinn með 9 marka forskot, 16-25.
Selfyssingar náðu að saxa aðeins á forskotið en náðu bara mest að minnka muninn í 4 mörk. Grótta setti svo aftur í auka gír þegar Selfyssingar minnkuðu muninn í 4 mörk og fór það svo að lokum að Grótta unnu leikinn með 8 mörkum. Lokatölur 36-44.
Mikilvægur sigur hjá Gróttu og góð general prufa fyrir stórleikinn næstkomandi föstudag þegar liðið mætir Víking í algjörum toppbaráttu slag. Mögulega úrslitaleikur um hvort liðið sigrar deildina.
Hjá Gróttu var Selfyssingurinn Sæþór Atlason markahæstur með 9 mörk. Markvarslan skilaði þeim aðeins 6 boltum vörðum samkvæmt HB Statz.
Hjá Selfossi var Guðjón Óli Ósvaldsson og Aron Leo Guðmundsson markahæstir með 6 mörk. Markvarslan hjá þeim skilaði 14 boltum vörðum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.