Birgir Steinn var frábær með Savehof í kvöld (BWM)
16 leikir fóru fram í sjöttu og síðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Eins og svo oft áður voru fjölmargir Íslendingar í eldlínunni. Elverum (NOR) - Fram (ISL) 38-24 HC Kriens (SUI) - Porto (POR) 26-44 Grosist Slovan (SLO) - Skanderborg (DEN) 30-37 Benfica (POR) - Melsungen (GER) 26-30 Fredericia (DEN) - IK Savehof (SWE) 29-33 Kadetten Schaffhausen (SUI) - RK Partizan 32-19 Kristianstad (SWE) - Sesvete (CRO) 28-27 HF Karlskrona (SWE) - FTC (HUN) 31-32 Hannover (GER) - Fredericia (DEN) 31-34 Tatran Presov (SER) - Hannover (GER) 29-37 Önnur úrslit:
Framarar ljúka þátttöku sinni í Evrópudeildinni stigalausir. Max Emil Stenlund var markahæstur Fram með 8 mörk. Tryggva Þórissyni tókst ekki að skora fyrir Elverum. Elverum tryggði sig áfram í milliriðlin með sigrinum í kvöld.
Porto unnu stórsigur á HC Kriens í lokaumferðinni. Þorsteinn Leó lék þó ekki með Porto vegna meiðsla. Porto fara áfram í milliriðil og skilja HC Kriens eftir.
Kristján Örn Kristjánsson (Donni) og félagar í Skanderborg unnu stórsigur í Slóveníu og fara örugglega áfram í milliriðil. Donni var hinsvegar ekki með Skanderborg í kvöld.
Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica töpuðu fyrir Arnari Frey og Reyni Þóri og félögum í Melsungen. Stiven skoraði eitt mark en Arnari Frey tókst ekki að skora og Reynir Þór var utan hóps í kvöld.
Birgir Steinn og félagar í Savehof unnu öruggan 4 marka sigur. Birgir Steinn var markahæstur í liði Savehof með 7 mörk. Sigurinn dugði þó skammt en Savehof komst ekki áfram í milliriðil í keppninni.
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen unnu stórsigur í kvöld. Óðinn Þór skoraði 7 mörk. Óðinn Þór og félagar eru einnig komnir áfram í milliriðil.
Einar Bragi Aðalsteinsson og félagar unnu frækinn eins marks sigur. Einar Bragi skoraði ekki en liðið tryggði sig í milliriðil með sigrinum.
Arnór Viðarsson skoraði 6 mörk í eins marks tapi Karlskrona í kvöld. Liðið lauk riðlakeppninni stigalaust.
Lærisveinar Heiðmars Felixsonar töpuðu fyrir Fredericia í kvöld.
Lærisveinar Heiðmars Felixsonar komu sér þægilega áfram í milliriðil í kvöld.
Vardar - Toulouse 37-35
Potaissa Turda - Saint Raphael 25-34
Flensburg - CD Bidasoa Irun 38-35
Kiel - Montpellier 27-18
RK Nexe - Ademar Leon 29-28
BSV Bern - Ostrow Wielkopolski 28-28

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.