Sigurður Jefferson (Sævar Jónasson)
Ívar Bessi Viðarsson leikmaður ÍBV fiskaði sennilega einn harkalegasta ruðning tímabilsins er hann fékk Sigurð Jefferson línumann HK á sig í hraðarupphlaupi HK-inga í sigri ÍBV í 12.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku. Strákarnir í Handboltahöllinni höfðu gaman að þessum ruðning og hrósuðu Ívari Bessa fyrir að sýna kjark að vilja fá Sigurð á sig í þessum aðstæðum. Hægt er að sjá ruðninginn hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.