Kamil Syrpzak (Luigi Canu / LiveMedia / DPPI via AFP)
Pólverjar verða án tveggja lykilmanna á Evrópumótinu í janúar en Pólland er í riðli með íslenska landsliðinu. Um er að ræða línutröllið Kamil Syprzak leikmann Paris-Saint Germain og markvarðarins, Adam Morowski leikmann Kielce í heimalandinu. Þeir eru hvorugir á 35 manna lista pólska landsliðsins sem Spánverjinn, Jota Gonzalez valdi á dögunum. Jota sem er þjálfari Benfica er á leið á sitt fyrsta stórmót með pólska landsliðinu en hann tók við liðinu fyrr á þessu ári. Árangur Póllands á HM í janúar var mikil vonbrigði en liðið endaði í neðsta sæti riðilsins með eitt stig en Pólland var í riðli með Þýskalandi, Sviss og Tékklandi. Pólland fór því í Forsetabikarinn sem þeir unnu. Línumaðurinn Kamil Syprzak ofbauð árangurinn og yfirgaf landsliðið á miðju heimsmeistaramótinu í janúar og er ekki á meðal 35 leikmanna sem Jota Gonzalez getur valið fyrir EM í janúar. Syprzak á að baki 180 landsleiki fyrir Pólland og skorað í þeim leikjum rúmlega 400 mörk. Maðurinn er 207 cm á hæð. Það er því jákvæðar fréttir fyrir Snorra Stein og íslenska landsliðið að sleppa við að díla við Syprzak á EM. Fimm markverðir eru á listanum sem allt eru töluvert minni spámenn en Adam Morawski sem gekk í raðir Kielce í sumar eftir þrjú ár hjá Melsungen.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.