Sjáðu þegar Framarnir kasta leiknum frá sér
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Jónsson (Eyjólfur Garðarsson)

Íslands- og bikarmeistarar Fram töpuðu gegn FH í 12.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku á heimavelli, 28-30 eftir hálf endurkomu undir lok leiks en FH náði mest átta marka forystu.

Framarar verða í eldlínunni í dag þegar liðið heimsækir nýliða Þórs í 13.umferð deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17:00 en þremur stigum munar á liðunum.

Í handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans var farið yfir slæman kafla í leiknum hjá Fram í stöðunni 20-24 fyrir FH. Einar Jónsson þjálfari Fram tók leikhlé og í kjölfarið skoruðu FH-ingar tvö mörk úr hraðarupphlaupi eftir agaleysi Framara í sókninni.

Ásbjörn Friðriksson og Einar Ingi Hrafnsson voru gestir í Handboltahöllinni og þeir voru sammála því að á þessum kafla í leiknum hafi Framarar kostað frá sér leiknum.

Hægt er að sjá kaflann og umfjöllunina hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top