Sjáðu ótrúlegt flautumark Hannesar í botnslagnum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hannes Höskuldsson (

Hannes Höskuldsson reyndist hetja Selfyssinga í eins marka sigri liðsins gegn ÍR í botnbaráttuslag í 13.umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi er hann skoraði sigurmark liðsins á einhvern ótrúlegan hátt, sekúndu fyrir leikslok.

Selfyssingar unnu þar með leikinn 35-34 eftir að hafa verið 17-18 undir í hálfleik en með sigrinum fara Selfoss upp í níu stig í deildinni en ÍR-ingar eru áfram á botninum með fimm stig. 

Það er ekki nóg með að Hannes hafi skorað sigurmarkið heldur var hann einnig markahæsti leikmaður liðsins með tíu mörk í leiknum úr 13 skotum.

Hægt er að sjá ótrúlegt sigurmark Hannesar hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top