Hannes Höskuldsson (
Hannes Höskuldsson reyndist hetja Selfyssinga í eins marka sigri liðsins gegn ÍR í botnbaráttuslag í 13.umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi er hann skoraði sigurmark liðsins á einhvern ótrúlegan hátt, sekúndu fyrir leikslok. Selfyssingar unnu þar með leikinn 35-34 eftir að hafa verið 17-18 undir í hálfleik en með sigrinum fara Selfoss upp í níu stig í deildinni en ÍR-ingar eru áfram á botninum með fimm stig. Það er ekki nóg með að Hannes hafi skorað sigurmarkið heldur var hann einnig markahæsti leikmaður liðsins með tíu mörk í leiknum úr 13 skotum. Hægt er að sjá ótrúlegt sigurmark Hannesar hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.