Svíþjóð (Thomas Traasdahl / Ritzau Scanpix via AFP)
Sænka kvennalandsliðið er í einu myrkasta tímabili síðari ára. Heimsmeistarakeppnin sem hefði átt að vera ný byrjun er í staðin að þróast í alvöru martröð segir í umfjöllun Europamester.dk eftir þrettán marka tap Svíþjóðar gegn Noregi í fyrsta leik þjóðanna í milliriðli heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld. ,,Tapið gegn Noregi var ekki bara tapa, heldur merki um að það sé eitthvað að í sænskum handbolta. Lið sem hefur verið nefnt sem hugsanlegur anstæðingur Noregs á lokametrum mótsins lítur út eins og lið í algjöru uppnámi og er í raunverulegri hættu á að detta út áður en átta liða úrslitin hefjast,” segir enn fremur. Samkvæmt danska handboltasérfræðingnum Lars Rasmussen einkennist hrun sænska landsliðið bæði af andlegum og uppbyggingarlegum vandamálum sem gerðist ekki á einni nóttu. ,,Svíþjóð tapaði ekki bara einum handboltaleik, þær hafa gjörsamlega hrunið. bæði líkamlega, taktískt og andlega. Þetta var hrun þar sem maður sá snemma í leiknum að þær trúðu hvorki á leikplanið, liðsfélagana eða sig sjálfa,” sagði Lars rasmussen við Europamester. Að sögn Rasmussen kom hrunið á HM ekki uppúr þurru. Viðvörunarljósin hafa blikkað lengi. Svíþjóð tapaði báðum undirbúningsleikjunum fyrir mótið gegn Dönum, fyrst með 12 mörkum og síðan með einu. Svo kom tapið gegn Brasilíu í riðlakeppninni, 31-27. Og svo loks þrettán marka tapið gegn Noregi í fyrradag. ,,Þegar maður fer inn í HM með tap á bakinu getur það haft áhrif andlega og það sest í leikmennina. Óvissan læðist að og skyndilega verða leikmenn óöruggir í stað þess að hafa trú á verkefnið. Það er það sem við sjáum afleiðingarnar af núna.” ,,Í stað þess að stöðva blæðinguna hefur hún bara versnað með hverjum leik og gegn Noregi sprakk allt saman.” Rasmussen gagnýnir einnig aldursamsetningu á liði Svíþjóðar og segir marga leikmenn hópsins einfaldlega vera komna á endastöð. ,,Kynslóðin með leikmönnum eins og Jaminu Roberts, Natalia Hagman og Linn Blohm hefur gert gríðarlega mikið fyrir sænskan handbolta. Þær hafa spilað ótal stórmót og verið fremstar í flokki. En nú er bensíntankurinn tómur. Það er hræðilegt að segja, en þær geta ekki lengur skilað landsliðinu á þann stað sem þær sjálfar gera kröfu á að vera. Það vantar endurnýjun, hraða og hungur. Ungu leikmennirnir hafa ekki enn tekið ábyrgð og þeir reynslumiklu geta ekki lengur borið hana einir. Það skapar mikið tómarúm í miðju stórmóti.” ,,Axner er undir mikilli pressu. Þegar landslið tapar með 13 mörkum þá beinast spjótin að þjálfaranum. Þetta snýst ekki bara um eina slæma taktíska ákvörðun, þetta snýst um frammistöðu alls liðsins,” segir Lars Rasmussen. Svíþjóð er með tvö stig í milliriðlinum og eiga tvo leiki eftir, þær þurfa að treysta á kraftaverk til að eiga möguleika að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Liðið á eftir að spila við Angólu og Suður-Kóreu en liðið mætir Suður-Kóreu í dag klukkan 17:00. ,,Ef Svíþjóð fellur úr leik núna erum við að tala um eitt stærsta hrun í nútíma kvennahandbolta. Það yrði áfall,” segir Rasmussen.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.