Yfirgefur Veszprém eftir tólf tímabil hjá félaginu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gasper Marguc (Ayman Aref / NurPhoto via AFP)

Það var ljóst um helgina að Veszprém verður með nýjan hægri hornamann hjá sér á næsta tímabili og á sama tíma varð ljóst að núverandi hægri hornamaður liðsins yfirgefur liðið og heldur til heimalandsins.

Bence Imre, hægri hornamaður Kiel var kynntur sem nýr hægri hornamaður Veszprém frá og með næsta sumri.

Samningur Imre við Kiel rennur út næsta sumar og nú er ljóst að leikmaðurinn gangi í raðir ungversku meistarana í Veszprém og verði þar liðsfélagi Bjarka Más Elíssonar.

Á sama tíma rennur samningur Gasper Marguc hægri hornamanns Veszprém út næsta sumar og var hann um helgina kynntur sem nýr leikmaður Celje Lasko í heimalandi sínu, Slóveníu. Gasper Marguc var orðaður við félög bæði í Slóveníu og í Frakklandi en nú er ljóst hvar hann leikur á næsta tímabili.

Gasper Marguc sem er fæddur árið 1990 hefur leikið með Veszprém frá árinu 2014.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top