Elvar Örn Jónsson (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)
Alls voru sex íslendingar í eldlínunni í dag þegar að 15.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk með fimm leikjum á dagskrá. Fyrsti leikur dagsins fór fram í TUI Arena þegar heimalið Hannover tók á móti ríkjandi Þýskalandsmeisturum Füchse Berlin. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Að loknum fyrri hálfleik fóru liðin til búningsherbergja með Füchse Berlin einu marki yfir. Í seinni hálfleik tóku Berlínarmenn hins vegar öll völd á vellinum og náðu mest sex marka forystu. Hannover reyndi að klóra í bakkann á lokamínútunum en náði ekki að snúa leiknum sér í hag og tapaði að lokum með fjögurra marka mun 28-32. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Matthes Langhoff í liði Berlin með 10 mörk og gaf 3 stoðsendingar. Seinni leikur dagsins fór fram í Sporthalle Hamburg þegar að Hamburg tók á móti Eisenach. Hamburg hóf leikinn af miklum krafti og voru komnir snemma eða þegar 10.mínútur höfðu lifað leiks með fjögurra marka forskot. Eisenach reyndi að koma sér inn í leikinn aftur fyrir hálflrik og tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var sveiflukenndur; Hamburg hélt frumkvæðinu lengst af, þó Eisenach hafi nokkrum sinnum náð að saxa á forskotið. Undir lok leiksins settu stilltu Hamburg sér í annan gír tryggðu sér að lokum fjögurra marka sigur, 33–29. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Moritz Sauter í liði Hamburg með 7 mörk og 4 stoðsendingar. Þriðji leikur dagsins fór fram í Rothenbach-Halle þar sem Melsungen bauð Wetzlar í heimsókn. Melsungen byrjaði leikinn af miklum krafti og byggði upp sex marka forskot snemma leiks. Wetzlar náði þó smám saman að vinna sig aftur inn í leikinn og jafnaði. Undir lok fyrri hálfleiks tókst Melsungen að slíta sig frá Wetzlar og fór liðið til búningsherbergja með fjögurra marka forystu. Wetzlar mætti af miklum krafti inn í seinni hálfleik og jafnaði leikinn fljótlega. Eftir það var leikurinn jafn og spennandi, þar sem Melsungen leiddi alltaf en Wetzlar svörðuðu alltaf. Að lokum náði Melsungen þó yfirhöndinni og tryggði sér eins marks sigur. Arnar Freyr skoraði 3 mörk en atkvæðamesti leikmaður leiksins var Justin Muller með 8 mörk og eina stoðsendingu í liði Wetzlar. Fjórði leikur dagsins fór fram í GETEC Arena þegar íslendingalið Mageburg tók á móti Ými Erni og félögum í Göppingen í sannkölluðum íslendingaslag. Strax frá upphafi var ljóst að Magdeburg ætlaði sér að stjórna leiknum og byggði liðið upp tíu marka forskot sem þeir gengu með til búningsherbergja 22–12. Í síðari hálfleik hélt yfirburðaspil Magdeburg áfram, þar sem liðið yfirspilaði Göppingen eins og enginn væri morgundagurinn.mAð lokum lauk leiknum með ellefu marka sigri Magdeburg 37–26. Ómar Ingi skoraði 5 mörk og gaf 3 stoðsendingar, Elvar Örn skoraði 3 mörk og gaf 1 stoðsendingu, Gísli Þorgeir skoraði 2 mörk og gaf 1 stoðsendingu og að lokum komst Ýmir Örn ekki á blað. Fimmti og síðasti leikur dagsins fór fram í Porsche Arena þegar Stuttgart tók á móti Blæ Hinriks og félögum í Leipzig. Leikurinn hófst af miklum krafti þar sem liðin skiptust á að skora og var staðan jöfn lengi vel. Undir lok fyrri hálfleiks tóku Leipzig yfir leikinn með góðri spilamennsku og fóru til búningsklefa með þriggja marka forskot. Síðari hálfleikurinn var sveiflukenndur, Leipzig hélt frumkvæðinu en Stuttgart svaraði alltaf og jafnaði ítrekað. Undir lokin reyndust Stuttgart sterkari, komust yfir þegar um 30 sekúndur voru eftir og héldu forystunni til leiksloka 33-32. Blær Hinriksson skoraði 6 mörk og gaf 3 stoðsendingar en atkvæðamesti leikmaður leiksins var Kai Håfner með 10 mörk og 5 stoðsendingar í liði Stuttgart. Úrslit dagsins: Füchse Berlin-Hannover 28-32 Hamburg-Eisenach 33-29 Melsungen-Wetzlar 33-32 Magdeburg-Göppingen 37-26 Stuttgart-Leipzig 33-32

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.