Noregur - Torbjorn Bergerud (Stian Lysberg Solum / NTB / AFP)
Norski landsliðsmarkvörðurinn, Torbjorn Bergerud sem gekk í raðir pólska stórliðsins, Wisla Plock í sumar er orðaður við þýsku meistarana í Fuchse Berlín. Bergerud gekk í raðir Wisla Plock frá Kolstad í sumar eftir þrjú ár heima í Noregi. Orðrómur er um það að Bergerud eigi að fylla skarð Dejan Milosavljev markvarðar Fuchse Berlín sem yfirgefur liðið í sumar. Dejan Milosavljev hefur verið orðaður við Kielce síðustu vikur. Torbjorn Bergerud lék þrjú tímabil með Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni á árunum 2018-2021 áður en hann gekk í raðir GOG í Danmörku og síðan Kolstad. Hann á að baki rúmlega 160 landsleiki fyrir norska landsliðsins og vann til silfurverðlauna með Noregi á HM 2017 og 2019 og bronsverðlaun á EM 2020. Þessi orðrómur vekur athygli því í síðustu viku var franski landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður Montpellier Charles Bolzinger orðaður við Fuchse Berlín.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.