Norskur landsliðsmaður orðaður við þýsku meistarana
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Noregur - Torbjorn Bergerud (Stian Lysberg Solum / NTB / AFP)

Norski landsliðsmarkvörðurinn, Torbjorn Bergerud sem gekk í raðir pólska stórliðsins, Wisla Plock í sumar er orðaður við þýsku meistarana í Fuchse Berlín.

Bergerud gekk í raðir Wisla Plock frá Kolstad í sumar eftir þrjú ár heima í Noregi. Orðrómur er um það að Bergerud eigi að fylla skarð Dejan Milosavljev markvarðar Fuchse Berlín sem yfirgefur liðið í sumar. Dejan Milosavljev hefur verið orðaður við Kielce síðustu vikur. 

Torbjorn Bergerud lék þrjú tímabil með Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni á árunum 2018-2021 áður en hann gekk í raðir GOG í Danmörku og síðan Kolstad. Hann á að baki rúmlega 160 landsleiki fyrir norska landsliðsins og vann til silfurverðlauna með Noregi á HM 2017 og 2019 og bronsverðlaun á EM 2020.

Þessi orðrómur vekur athygli því í síðustu viku var franski landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður Montpellier Charles Bolzinger orðaður við Fuchse Berlín.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top