ÞórÞór (Egill Bjarni Friðjónsson)
Þór tapaði illa gegn Fram í lokaleik 13.umferðarinnar á laugardaginn á heimavelli. Fram vann leikinn með fjórtán mörkum 34-20 og höfðu mikla yfirburði í leiknum. Daniel Birkelund þjálfari Þórs tók tvö leikhklé á fyrstu 20 mínútum leiksins og það stóð ekki steinn við steini í leik Þórs, hvorki varnar né sóknarlega. Rætt var um leik Þórs og Fram í nýjasta þætti Handkastsins. Þar sagði Arnar Daði þáttastjórnandi Handkastsins að hann hafi heyrt um helgina að Þórsarar ætli að gera allt sem þeir geta til að bæta við sig leikmanni í janúar. ,,Þeir hljóta að vera með alla anga úti til að reyna. Það þarf líka að endurskoða hvar liðið getur gert betur. Getur liðið gert betur sóknarlega? Geta þeir breytt leikskipulaginu, getur þeir breytt varnarleiknum sínum? Þeir þurfa að fá inn einhver mörk,” sagði Kristinn Björgúlfsson gestur þáttarins að þessu sinni. ,,Svo er spurning hversskonar leikmann þeir eiga að leita í. Eiga þær að fá til sín útileikmann, ef ég væri þeir þá færi ég í hornamann. Hornanýtingin í vetur þegar Oddur er ekki í horninu, hefur ekki verið upp á marga fiska,” sagði Arnar Daði. Þór mætir Val í fyrsta leik 14.umferðarinnar í kvöld klukkan 18:30 en leikurinn verður sýndur í beinni í Handboltapassanum. Umræðuna um Þór má hlusta hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.