Magnús Dagur Jónatansson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Afturelding gerðu góða ferð til Akureyrar í kvöld og vann sannfærandi sex marka sigur á KA 22-28 eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik þar sem Afturelding leiddi 11-10 í hálfleik. Leikurinn var liður í 14.umferð Olís-deildar karla. Afturelding hóf seinni hálfleikinn með látum og skoraði sjö fyrstu mörk hálfleiksins og voru KA-menn ólíkir sjálfum sér á þeim kafla. Staðan því skyndilega orðin 10-18 Aftureldingu í vil. KA náði mest að minnka muninn í fjögur mörk en Mosfellingar reyndust sterkari aðilinn undir lokin og unnu að lokum sex marka sigur. Ihor Kopyshynskyi var markahæstur í liði Aftureldingar með níu mörk og Sveinur Olafsson skoraði átta. Kristján Ottó var frábær á línunni og skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Einar Baldvin Baldvinsson átti frábæran leik einnig í markinu og varði 19 skot og endaði með 50% markvörslu. Hjá KA var var Giorgi Dikhaminjia markahæstur með sjö mörk og Einar Rafn Eiðsson kom næstur með fjögur mörk. Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti sinn slakasta leik á tímabilinu og skoraði eitt mark úr níu skotum að auki tapaði hann fjórum boltum. Þá komst Morten Boe Linder ekki á blað í liði KA. Afturelding er með 21 stig í 3.sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Haukum og Val. KA er áfram í 5.sæti deildarinnar með 16 stig, stigi á eftir FH.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.