Annar stórsigur Fram í röð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Eiður Rafn Valsson (Sævar Jónasson)

Fram tók á móti Selfoss í 14.umferð Olís deildar karla í Úlfarsárdalnum í kvöld.

Fram vann stórsigur á Þór í síðust umferð meðan Selfoss sigraði ÍR.

Heimamenn tóku strax undirtökin í leiknum í kvöld og var ljóst frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu að selja sig dýrt. Fram náði góðri forystu strax en Selfyssingar eins og þeir hafa verið þekktir fyrir í allan vetur unnu sig inn í leikinn aftur.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var 17-13 Fram í vil.

Það stóð ekki steinn yfir steini hjá Selfyssingum í upphafi síðari hálfleiks og eftir um 7 mínútna leik í síðari hálfleik var Fram komið 9 mörkum yfir þegar staðan var 24-15.

Leikurinn var í raun búinn á þessum tímapunkti en Fram náði mest 12 marka forskoti í síðari háfleik. Lokatölur í leiknum urðu 38-29 og 9 marka sigur heimamanna staðreynd.

Ívar Logi Styrmisson var markahæstur í liði Fram með 11 mörk í kvöld en hjá Selfossi var Hannes Höskuldsson markahæstur með 7 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top