FH - Valur (J.L.Long)
Stórleikur 13.umferðar í Olís-deild karla fór fram á föstudagskvöldið þegar FH og Valur mættust í Kaplakrika. FH hafði frumkvæðið lengi vel í leiknum en Valsarar áttu ótrúlega góðan kafla undir lok leiks og vann að lokum fimm marka sigur, 34-29. Reynslu mestu dómarar Íslands um þessar mundir, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn og þurftu tvívegis á 30 sekúndum að nota sér myndbandstæknina í tveimur atvikum. Farið var yfir atvikin í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans en í báðum tilfellum gáfu dómarar leiks tvær mínútur.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.