Eiður Rafn Valsson 3490 ((Kristinn Steinn Traustason)
Eiður Rafn Eiðsson hægri hornamaður Íslands- og bikarmeistara Fram hefur gert samstarfsamning við íþróttavöruverslunina, AB-Sportvörur. AB Sportvörur tilkynntu þetta á samfélagsmiðlum sínum í gær þar sem fyrirtækið segist vera afar stolt af því að kynna Eið Rafn sem Kempa leikmann. ,,Eiður hefur alla tíð verið þekktur fyrir ótrúlega vinnusemi, metnað og sterkan karakter bæði innan sem utan vallar. Eiður hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og er orðinn mikilvægur hlekkur í liði Fram, þar sem hann stendur fyrir krafti, vilja og vinnusemi ásamt því að vera ótrúlega hæfileikaríkur handboltamaður," segir til að mynda í tilkynningu AB Sportvara. AB Sportvörur er íþróttavöruverslun sem opnaði í haust og hefur vakið mikla athygli meðal handboltaáhugafólks sem verslunin býður upp á margar tegundir af handboltavörum frá Kempa. ,,Eiður er leikmaður sem heldur áfram að þróast, setja sér markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Það er því mikill heiður fyrir okkur hjá AB-Sportvörum að fá hann inn í Kempa fjölskylduna, þar sem gildi okkar og hans fara fullkomlega saman — kraftur, agi og ástríða fyrir íþróttinni. Við hlökkum til að styðja hann í hverju skrefi og sjá hann halda áfram að byggja upp feril sinn með sama styrk og ákveðni," segir ennfremur í tilkynningunni. AB Sportvörur er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru í samstarfi við Handkastið. Samstarf AB Sportvara og fleiri fyrirtækja við Handkastið gerir Handkastinu kleift að fjalla um Þjóðaríþróttina bæði á vefmiðli og í hlaðvarpi tvisvar í viku. Handkastið leitar á hverjum degi eftir litlum, meðal stórum og stærri fyrirtækjum sem vilja styðja við þá faglegu umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.