Enn óvíst hvar Hákon Daði spilar eftir áramót
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hákon Daði Styrmisson (Adam IHSE / TT NEWS AGENCY / AFP)

Hákon Daði Styrmisson leikmaður Hagen í þýsku B-deildinni er á heimleið til Íslands í janúar en hann á von á barni eftir áramót með kærustu sinni. Hákon Daði sem er uppalinn í ÍBV hefur einnig leikið með Haukum hér á landi hefur verið orðaður við bæði Val og ÍBV síðustu vikur.

Hann staðfesti í samtali við Handkastið á dögunum að hann væri í viðræðum við bæði félög.

Handkastið heyrði aftur í Hákoni Daða. Þar sagði hann að ekkert nýtt væri að frétta og enn óvíst hvar hann spilar eftir áramót.

,,Ég vona að þetta fari að skýrast á næstu vikum en það er erfitt að segja til um það,” sagði Hákon Daði í samtali við Handkastið.

Hvar sem Hákon Daði endar er nokkuð ljóst að hann mun styrkja það lið töluvert með hraða sínum og skottækni en Hákon Daði var einn besti vinstri hornamaður Olís-deildarinnar áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hákon Daði fór á sitt fyrsta stórmót í handbolta á HM 2023 í Svíþjóð en hann var leikmaður Gummersbach á þeim tíma.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top