Viktor Gísli Hallgrímsson (Javier Borrego / Spain DPPI / AFP)
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð allan tímann í marki Barcelona í kvöld þegar liðið mætti Torrelavega í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona vann átta marka sigur, 35-27 og eru á toppi deildinnar með fullt hús stiga. Viktor Gísli varði 15 skot í leiknum eða tæplega 36% skota sem komu á hann. Orri Freyr Þorkelsson var í sigurliði Sporting í kvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Arsenal Clube de Devesa 43-22 á heimavelli. Stiven Tobar Valencia og félagar hans í Benfica unnu Vitoria SC 33-22 á heimavelli í portúgölsku deildinni. Sporting er á toppi deildinnar með 48 stig en Benfica eru í 2.sæti deildinnar með 44 stig. Tölfræði úr leikjunum lá ekki fyrir nú rétt undir miðnætti.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.