Arnór Atlason (Tvis Holstebro)
Samkvæmt heimildum Rygtebors í Danmörku er Arnór Atlason og félag hans í TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni að tryggja sér landsliðsmarkvörð Portúgals í markið hjá sér frá og með næsta sumri. Samkvæmt heimildum Rygtebors hefur Gustavo Capdeville skrifað undir samning við TTH Holstebro. Capdeville er 28 ára gamall markvörður sem hefur allan sinn feril spilað hjá stórfélaginu Benfica en nú er sagt að hann sé á leið til Danmerkur. Hann vann Evrópudeildina með Benfica árið 2022 og hefur spilað rúmlega 70 landsleiki fyrir Portúgal.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.