Evrópumeistarnir verða fyrir blóðtöku
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Nedim Remili (Ayman Aref / NurPhoto via AFP)

Ríkjandi Evrópumeistarar Frakklands hafa orðið fyrir blóðtöku einungis tveimur dögum fyrir fyrsta leik sinn á Evrópumótinu. Hægri skyttan sem leysir oft leikstjórnenda stöðuna af hefur þurft að draga sig úr landsliðshópnum vegna tognunar á læri. 

Frakkar eiga fyrsta leik á EM strax á fimmtudaginn gegn Tékklandi en liðið er í riðli með Tékkum, Úkraínu og Noregi. 

Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakka gaf út lokahópinn sinn í gær einungis þremur dögum fyrir fyrsta leik en þar var Remili á lista. Remili lék ekkert með Frökkum í sigrinum á Íslandi á sunnudaginn.

Aymeric Zaepfel leikmaður PAUC-Aix í frönsku deildinni hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Remili sem leikur alla jafna með Veszprém í Ungverjalandi.

Um er að ræða mikið áhyggjuefni fyrir franska liðið því Remili hefur leyst Dika Mem af á síðustu stórmótum auk þess að leika sem leikstjórnandi. Hann var í úrvalsliði Ólympíuleikanna sumarið 2024 en hann var lykilmaður í liði Frakka sem vann Dani í úrslitaleik Evrópumótsins sama ár.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 9
Scroll to Top