Ída Bjarklind ekki meira með Selfoss á tímabilinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ída Bjarklind Magnúsdóttir (Sigurður Ástgeirsson)

Kvennalið Selfoss hefur lent í mikilli blóðtöku. Ída Bjarklind Magnúsdóttir, vinstri skyttan í liði þeirra verður ekki meira með á tímabilinu. Meiðsli er ekki ástæðan fyrir fjarveru hennar heldur er hún ólétt af sínu fyrsta barni.

Þetta tilkynnti hún á Instagram reikningi sínum fyrir stuttu. Unnusti hennar er fyrrum handboltamaðurinn Gestur Ólafur Ingvarsson, hornamaðurinn örfhenti sem lék lengi vel með Aftureldingu á árum áður.

Ída Bjarklind er uppalin á Selfossi og er 26 ára gömul. Hún hóf meistaraflokksferil sinn á Selfossi en eftir það lék hún með Stjörnunni og svo Víking áður en hún fór aftur á Selfoss síðastliðið vor. Á þremur leiktímabilum sem hún lék með Víking var hún m.a markahæst í Grill 66 deildinni eitt árið. Öflug og hávaxin skytta sem getur leikið í báðum skyttustöðunum.

Ída var búin að spila 11 leiki með Selfoss í vetur og skoraði í þeim 28 mörk.

Handkastið óskar Ídu og Gesti til hamingju með þessar fregnir.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top